Gilfélagið / Deiglan

Gilfélagið / Deiglan Gilfélagið var formlega stofnað 30. nóvember 1991. Starfsemi Gilfélagsins er styrkt af Akureyrarst og hefur það umsjón með Deiglunni og gestavinnustofu.
(5)

Gilfélagið var formlega stofnað 30. nóvember 1991. Starfsemi Gilfélagsins er styrkt af Akureyrarbæ og hefur það umsjón með Deiglunni og gestavinnustofu listamanna. Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengls almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn.

Akureyrarstofa auglýsir eftir áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar...
15/05/2019
Listasumar á Akureyri

Akureyrarstofa auglýsir eftir áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 23. júní og lýkur 31. júlí 2019.

Alls eru 22 styrkir í boði, rúmlega 1.200.000 kr.

Styrkjum fylgir afnot af rými í Deiglunni, Listasafninu á Akureyri, Davíðshúsi eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðunni listasumar.is.

Síðasti skiladagur umsókna er til og með 19. maí.

Listasumar á Akureyri Listasumar á Akureyri 2019 verður sett sunnudaginn 23. júní og lýkur 31. júlí. Ævintýrin gerast nefnilega á Listasumri með

Enn er hægt að skrá sig á Salon des Refusés þann 18. maí, allir sem eru ekki  á þessum lista eru velkomin að t...
13/05/2019

Enn er hægt að skrá sig á Salon des Refusés þann 18. maí, allir sem eru ekki á þessum lista eru velkomin að taka þátt, nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar: http://listagil.is/?p=1849

Laugardaginn 18. maí kl. 15 verður sýningin Vor opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar sýna 30 norðlenskir myndlistarmenn verk sín sem er ætlað að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin er tvíæringur og afar fjölbreytt, bæði hvað varðar aðferðir og miðla. Til sýnis verða m.a. málverk, videóverk, skúlptúrar, ljósmyndir og teikningar. Sambærileg sýningin var síðast haldin í Listasafninu sumarið 2017.

Í febrúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í áðurnefndri sýningu og var forsenda umsóknar að myndlistarmenn búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. Alls bárust yfir 100 verk og sérstaklega skipuð dómnefnd valdi verk eftir 30 listamann. Dómnefndina skipuðu Almar Alfreðsson vöruhönnuður, Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarmaður, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Rósa Kristín Júlíusdóttir kennari og myndlistarmaður og Vigdís Rún Jónsdóttir listfræðingur. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Arna Gudny Valsdottir, Árni Jónsson, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Brynhildur Kristinsdóttir, Brynja Baldursdóttir, Eiríkur Arnar Magnússon, Fríða Karlsdóttir, Habby Osk, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Helga Palina Brynjolfsdottir, Helga Sigríður Valdemarsdóttir , Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Jónborg Sigurðardóttir - Jonna, Joris Rademaker, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Lilý Erla Adamsdóttir, Mari Mathlin, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Rebekka Kühnis, Rósa Njálsdóttir, Samúel Jóhannsson, Sara Björg Bjarnadóttir, Sigríður Huld Ingvarsdóttir, Sigurður Mar Halldórsson, Snorri Asmundsson, Stefan Boulter, Svava Juliusson og Thordis Alda Sigurðardóttir.

Vor stendur til 29. september og verður opin alla daga kl. 10-17. Gefin hefur verið út vegleg sýningarskrá á íslensku og ensku og reglulega verða leiðsagnir um sýninguna með þátttöku listamanna. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er alla fimmtudaga, á íslensku kl. 16 og á ensku kl. 16.30.

08/05/2019

Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni sunnudaginn 26. maí kl. 14:00.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, nýir félagsmenn velkomnir.

Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
Ákvörðun árgjalds.
Kosning formanns og stjórnar.
Önnur mál.

Breyting á 7. gr laga

Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með 14 daga fyrrivara og gildir dagsetning póststimpils. Einnig skal auglýsa hann í einum prentmiðli og á veraldarvefnum.. Aðalfundaboði skal fylgja dagskrá og tillögur um lagabreytingar, sem þurfa að hafa borist stjórn félagsins áður en aðalfundarboð er sent út.

Skal verða:

Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða með 14 daga fyrirvara og skal hann auglýstur í einum prentmiðli og á veraldarvefnum. Geta skal þess í aðalfundarboði ef tillögur um lagabreytingar liggja fyrir fundinum og skulu slíkar tillögur hafa borist stjórn áður en aðalfundarboð er sent til birtingar. Gögn fyrir aðalfund, þar með talið lagabreytingatillögur, skulu vera aðgengileg á vefsvæði félagsins 14 dögum fyrir fund.

- Stjórnin

Frá Skagaströnd til Ahrenshoop í ÞýskalandiTækifæri á tveggja mánaða dvöl í listamiðstöðNes listamiðstö...
07/05/2019

Frá Skagaströnd til Ahrenshoop í Þýskalandi
Tækifæri á tveggja mánaða dvöl í listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd, sem stofnuð var árið 2008, er fjölþætt listamiðstöð þar sem dvelja 10-16 alþjóðlegir listamenn í hverjum mánuði.
Künstlerhaus Lukas er ein af elstu listamiðstöðvunum í Þýskalandi, til húsa í Ahrenshoop sem er bær sem stendur á skaga við Eystrasaltið.

Saman bjóða Nes listamiðstöð og Künstlerhaus Lukas, íslenskum listamönnum eða erlendum listamönnum sem eru búsettir á Íslandi, styrk til tveggja mánaða dvalar í listamiðstöðunum.

Dvölinni er skipt í tvo hluta, einn mánuður er dvöl í Nes listamiðstöð í ágúst 2019 og annar mánuður er dvöl í Künstlerhaus Lukas í Þýskalandi í september 2019. Athugið að aðrir dvalartímar eru ekki í boði.

Styrkurinn felst í ókeypis gistingu og vinnuaðstöðu þessa tvo mánuði. Allur annar kostnaður, s.s. ferðir og fæði, er á kostnað listamannsins.

Umsóknir sendist í síðasta lagi 31. maí 2019 á netfangið [email protected], á íslensku eða ensku, með yfirskriftinni Skagaströnd to Ahrenshoop Residency.

Umsóknin skal vera í einu pdf skjali og innihalda:
a) Afrit af ferilsskrá
b) Viljayfirlýsingu (með verkefnislýsingu – hámark 500 orð)
c) Hlekk á vefsíðu/sýnishorn af verkefnum

Nánari upplýsingar um Nes listamiðstöð í http://neslist.is/ og Künstlerhaus Lukas er að finna í http://www.kuenstlerhaus-lukas.de/englisch/index1.php .

Skagaströnd to Ahrenshoop Germany
A Two Month Art Residency Opportunity

Nes Listamiðstöð founded in 2008 is a multi disciplinary residency, hosting 10-16 international artists each month at its facilities in Skagaströnd North West Iceland. Künstlerhaus Lukas is one of the oldest artists’ residences in Germany situated in Ahrenshoop on the peninsula at the edge of the Baltic sea.

Together Nes Listamiðstöð and Künstlerhaus Lucas are offering a 2 month Iceland/Germany art residency scholarship to Icelandic artists or artists who are residents of Iceland.

The residency is offered in two parts - 1 month is to be undertaken at Nes Listamiðstöð NW Iceland in August 2019 and the second part is to be undertaken for 1 month at Kunstlerhaus Lucas in Ahrenshoop Germany in September 2019. Please note the residencies must be taken in August and September 2019 - no other dates are available.

The scholarship provides accommodation and workspace only in each location for the months specified. All other expenses, travel, food and consumables are the responsibility of the artist.

To apply please submit by 31st May 2019 to [email protected] in Icelandic or English with the subject line Skagaströnd to Ahrenshoop Residency

In ONE PDF document the following:
A copy of your CV
Letter of intent (including a project description- 500 word max)
Link to webpage/examples of work

Find out more information about Nes Listamiðstöð at http://neslist.is/ and Künstlerhaus Lucas at http://www.kuenstlerhaus-lukas.de/englisch/index1.php

Federico Dedionigi er gestalistamaður Gilfélagsins í maímánuði. Vinnustofan mun vera opin gestum og gangandi kl. 1...
07/05/2019

Federico Dedionigi er gestalistamaður Gilfélagsins í maímánuði. Vinnustofan mun vera opin gestum og gangandi kl. 14 - 17 á þriðjudögum til sunnudaga til 23. maí. Gestavinnustofan er að Kaupvangsstræti 23, gengið inn að vestan við bílastæðin.

Federico er fæddur og uppalinn í úthverfum Buenos Aires í Argentínu. Hann hlaut BA gráðu í myndlist frá Social Museum University (UMSA) og MA í listþerapíu frá National University of the Arts í Argentínu. Hann hefur mikinn áhuga á austurlenskum fræðum, á chi kung, jóga, hugleiðsluaðferðum og kínverskum bardagalistum og vinnur að því að afla sér frekari þekkingar.

Hann starfar sem aðstoðarkennari hjá UMSA og hefur einnig kennt hjá ýmsum skólum í Buenos Aires. Sem listþerapisti hefur hann starfað hjá Interzonal Hospital Dr. J. Esteves og verið nemi hjá Civil Association Antilco.

Árin 2016 og 2017 bjó hann í Frakklandi og ferðaðist um Norður Evrópu. Þar vann hann verk, m.a. teikningaseríu af evrópsku landslagi, Carnet de Voyage og blekteikningar innblásnar af Frönsku Ölpunum þar sem hann dvaldi einn vetur. Síðasta árið hefur hann unnið að akrýlmálverkaseríu í Buenos Aires sem kallast States of Being og mun hann halda þeirri vinnu áfram í Gestavinnustofu Gilfélagsins. Næsta stopp fyrir Federico er Berlín.

Verið velkomin að kíkja í heimsókn til Federico í gestavinnustofunni þri. - sun. kl. 14 - 17 til 23. maí.
Federico mun sýna afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni 24. - 26. maí.

Federico Dedionigi is our artist in residence for the month of May. He will have an open studio from Tuesday till Sunday until May 23rd. The studio is at Kaupvangsstræti 23, Akureyri, west entrance by the parking lot.

Born and raised in Temperley in the southern suburbs of Buenos Aires, Argentina, Federico got his Bachelor’s Degree in Visual Arts from the Social Museum University at a young age, and was rapidly followed by a Master’s Degree in Art Therapy from the distinguished National University of the Arts of Argentina. His interests are varied, he got intersted in Chi Kung, Yoga, meditation techniques and chinese martial arts and continues to learn on these subjects.

Assistant Professor at UMSA (Social Museum University of Argentina), teacher at public and private schools from Buenos Aires. As art therapist, worked at Interzonal Hospital Dr. J. Esteves and did art internships at the Civil Association Antilco.

Between 2016 and 2017 he developed artwork while living in France and while traveling through Northern Europe. He did line sketches that ended up being part of Carnet de Voyage, a series of european landscapes, and Sumi-e ink drawings inspired by the french alps, home for the artist for one snowy winter. During 2018 and early 2019 and while back in Buenos Aires, he got to develop an ongoing series painted in acrylics called States of Being. His next stop is Berlin.

An exhibition of Federico Dedionigi's works will be held in Deiglan May 24 - 26th.

//

Federico Dedionigi er gestalistamaður Gilfélagsins í maímánuði. Vinnustofan mun vera opin gestum og gangandi kl. 14 - 17 á þriðjudögum til sunnudaga til 23. maí. Gestavinnustofan er að Kaupvangsstræti 23, gengið inn að vestan við bílastæðin.

Federico er fæddur og uppalinn í úthverfum Buenos Aires í Argentínu. Hann hlaut BA gráðu í myndlist frá Social Museum University (UMSA) og MA í listþerapíu frá National University of the Arts í Argentínu. Hann hefur mikinn áhuga á austurlenskum fræðum, á chi kung, jóga, hugleiðsluaðferðum og kínverskum bardagalistum og vinnur að því að afla sér frekari þekkingar.

Hann starfar sem aðstoðarkennari hjá UMSA og hefur einnig kennt hjá ýmsum skólum í Buenos Aires. Sem listþerapisti hefur hann starfað hjá Interzonal Hospital Dr. J. Esteves og verið nemi hjá Civil Association Antilco.

Árin 2016 og 2017 bjó hann í Frakklandi og ferðaðist um Norður Evrópu. Þar vann hann verk, m.a. teikningaseríu af evrópsku landslagi, Carnet de Voyage og blekteikningar innblásnar af Frönsku Ölpunum þar sem hann dvaldi einn vetur. Síðasta árið hefur hann unnið að akrýlmálverkaseríu í Buenos Aires sem kallast States of Being og mun hann halda þeirri vinnu áfram í Gestavinnustofu Gilfélagsins. Næsta stopp fyrir Federico er Berlín.

Verið velkomin að kíkja í heimsókn til Federico í gestavinnustofunni þri. - sun. kl. 14 - 17 til 23. maí.
Federico mun sýna afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni 24. - 26. maí.

Gilfélagið leitar af þeim sem var hafnað!Gilfélagið stendur fyrir samsýningunni „Salon des Refusés“ í Deigl...
02/05/2019

Gilfélagið leitar af þeim sem var hafnað!

Gilfélagið stendur fyrir samsýningunni „Salon des Refusés“ í Deiglunni. Þeim sem var hafnað. Sýningin opnar samsíða sýningunni Vor á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 18. maí, þar sem dómnefnd hefur valið inn verk og listamenn tengdum Akureyri og nærsveitum.

Skráning fer fram hjá Gilfélaginu á: [email protected] til 13. maí. Afhending verka er fyrir 15. maí. Öllum er velkomið að taka þátt hvort sem þeim var hafnað af dómnefnd, skipulagsleysi eða innri gagnrýnanda.

Sýningin endurspeglar hvað listamenn tengdir Norðurlandi eru að fást við þessa stundina.

Mynd: Quatre heures au Salon eftir François-Auguste Biard.

Geislar af sól - Myndlistasýning opnar í kvöld kl. 20. Verið öll hjartanlega velkomin.
26/04/2019

Geislar af sól - Myndlistasýning opnar í kvöld kl. 20. Verið öll hjartanlega velkomin.

Franska myndlistarkonan Sylvia Donis opnar sýningu í Deiglunni í kvöld kl. 20. Sylvia hefur dvalið á Íslandi í vetur, í gestavinnustofum Gullkistan, residency for creative people, Nes Artist Residency og Gil Artist Residency Iceland þar sem hún hefur umvafið sig myrkrinu og hlustað á sögur heimafólks. Afrakstur þessarar dvalar verður til sýnis í Deiglunni um helgina, í kvöld kl. 20 og lau/sun kl. 14 - 17. Verið hjartanlega velkomin.

🌞🎉🧚‍♀️🐝🌼 Gleðilegt sumar! 🌞🎉🧚‍♀️🐝🌼Í Deiglunni í kvöld kl. 20 verða haldni...
25/04/2019

🌞🎉🧚‍♀️🐝🌼 Gleðilegt sumar! 🌞🎉🧚‍♀️🐝🌼
Í Deiglunni í kvöld kl. 20 verða haldnir tónleikar kvæðamanna þar sem íslenskt og norskt tónlistarfólk mun stíga á stokk. Aðgangur ókeypis!

25. - 28. apríl 2019 verður Landsmót kvæðamanna í fyrsta sinn haldið á Akureyri.

Landsmót kvæðamanna er bæði hátíðleg og skemmtileg samkoma kvæðamanna víðs vegar að af landinu. Að venju verða námskeið tengd hefðinni, s.s. um kveðandi, bragfræði og tvísöngva, og haldnir tónleikar. Kvöldvakan á sínum stað á laugardagskvöldinu og aðalfundur Stemmu - Landssamtaka kvæðamanna á sunnudagsmorgni.

Sérstakir gestir kvæðamannamótsins á Akureyri verða þjóðlagahópurinn Bra folk og þjóðlagasöngkonan og kvæðakonan Sigrid Randers-Pehrson frá Noregi. Norsk og íslensk þjóðlagatónlist er nátengd eins og gefur að skilja, með þjóðarhljóðfærin langspil og langeleik, sönghefðirnar kveðandi og kved (stev).

Allir eru hjartanlega velkomnir á námskeið mótsins, kvöldvökuna og auðvitað tónleika í Deiglunni og á Hótel Natur.

Sumardaginn fyrsta verða tónleikar í Deiglunni kl. 20:00 með íslenskum og norskum kvæðamönnum. Aðgangur ókeypis.

25. - 28. apríl 2019 verður Landsmót kvæðamanna í fyrsta sinn haldið á Akureyri. Landsmót kvæðamanna er bæð...
22/04/2019

25. - 28. apríl 2019 verður Landsmót kvæðamanna í fyrsta sinn haldið á Akureyri.

Landsmót kvæðamanna er bæði hátíðleg og skemmtileg samkoma kvæðamanna víðs vegar að af landinu. Að venju verða námskeið tengd hefðinni, s.s. um kveðandi, bragfræði og tvísöngva, og haldnir tónleikar. Kvöldvakan á sínum stað á laugardagskvöldinu og aðalfundur Stemmu - Landssamtaka kvæðamanna á sunnudagsmorgni.

Sérstakir gestir kvæðamannamótsins á Akureyri verða þjóðlagahópurinn Bra folk og þjóðlagasöngkonan og kvæðakonan Sigrid Randers-Pehrson frá Noregi. Norsk og íslensk þjóðlagatónlist er nátengd eins og gefur að skilja, með þjóðarhljóðfærin langspil og langeleik, sönghefðirnar kveðandi og kved (stev).

Allir eru hjartanlega velkomnir á námskeið mótsins, kvöldvökuna og auðvitað tónleika í Deiglunni og á Hótel Natur.

Sumardaginn fyrsta verða tónleikar í Deiglunni kl. 20:00 með íslenskum og norskum kvæðamönnum. Aðgangur ókeypis.

14 manns mættu í Deigluna í gærkvöldi og hlustuðu á formann nýstofnaðs fèlag vatmslitamálara á Íslandi. For...
18/04/2019

14 manns mættu í Deigluna í gærkvöldi og hlustuðu á formann nýstofnaðs fèlag vatmslitamálara á Íslandi. Formaðurinn Derek Mundell kom í heimsókn og sagði frá nýstofnaða félaginu og hvað væri á dagskránni, m.a. námskeið. Ræddar voru hugmyndir um að stofna hóp hér á Akureyri, sem gætu haft einhver tengsl við félagið og möguleika að nýta sér vatnslitamálara sem halda námskeið, bæði innlendir og erlendir.

Barnamenningarhátíð. Velheppnað myndlistar- verkstæði.Takk allir sem komu 🙂.
13/04/2019

Barnamenningarhátíð.
Velheppnað myndlistar- verkstæði.
Takk allir sem komu 🙂.

Gleðilega Barnamenningarhátíð! Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.
10/04/2019

Gleðilega Barnamenningarhátíð! Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.

Þá er Barnamenningarhátíðin á Akureyri hafin og framundan eru fjörugar listasmiðjur og magnaðir viðburðir.

Dagskrá - Miðvikudagurinn 10.4
Dagskrá - Fimmtudagurinn 11.4
Dagskrá - Föstudagurinn 12.4
Dagskrá - Laugardagurinn 13.4
Dagskrá - Sunnudagurinn 14.9

Ítarlegri dagskrá hátíðarinnar er að finna á www.barnamenning.is. Sjáumst á hátíðinni 👋😎

Hvet gilfélaga til að legga málum Gilfélagsins lið, koma með hugmyndir og láta vita hvað við getum gert betur. ...
07/04/2019

Hvet gilfélaga til að legga málum Gilfélagsins lið, koma með hugmyndir og láta vita hvað við getum gert betur. Gilfélagið er sönn grasrót listanna hér á Akureyri.

Til félagsmanna í Gilfélaginu.

Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni sunnudaginn 26. maí kl 14.00

Stjórnin öll gefur kost á sér til endurkjörs en samkvæmt lögum á að kjósa um formann á eins árs fresti, aðrir sitja til tveggja ára. Einn varamaður í stjórn hefur setið í eitt ár og er því ekki kosið um hann, aðrir stjórnarmenn hafa setið í tvö ár og þarf því að kjósa, ef mótframboð kemur fram.

Eins og segir í 7. og 8. grein laga félagsins.

7. gr
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með 14 daga fyrrivara og gildir dagsetning póststimpils. Einnig skal auglýsa hann í einum prentmiðli og á veraldarvefnum.. Aðalfundaboði skal fylgja dagskrá og tillögur um lagabreytingar, sem þurfa að hafa borist stjórn féalgsins áður en aðalfundarboð er sent út.

8. gr
Formaður skal kosinn beinni og leynilegri kosningu. Auk hans eru kosnir fjórir í stjórn er skipta með sér verkum gjaldkera, ritara, auk tveggja meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórnina og tvo endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er eitt ár. Kjörtímabil annarra stjórnarmanna og varamanna er tvö ár.

Lögin í heild sinni má lesa á heimasíðu Gilfélagsins.

Vilji félagsmenn koma með tillögur um fólk í stjórn, eða með tillögu að lagabreytingum þurfa þær tillögur að berast stjórninni eigi síðar en viku fyrir auglýstan aðalfund, sem er vika 19.

Tillaga þarf að berast stjórn félagsins, skriflega í pósti, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, eða á netfang félagsins, [email protected].

Stjórnin

Address

Kaupvangsstræti 23
Akureyri
600

Telephone

8953345

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gilfélagið / Deiglan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Gilfélagið / Deiglan:

Videos

Nearby arts & entertainment


Other Art Galleries in Akureyri

Show All