Gilfélagið / Deiglan

Gilfélagið / Deiglan Gilfélagið var formlega stofnað 30. nóvember 1991. Starfsemi Gilfélagsins er styrkt af Akureyrarst og hefur það umsjón með Deiglunni og gestavinnustofu.
(5)

Gilfélagið var formlega stofnað 30. nóvember 1991. Starfsemi Gilfélagsins er styrkt af Akureyrarbæ og hefur það umsjón með Deiglunni og gestavinnustofu listamanna. Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengls almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn.

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á lista- og handverksmessu Gilfélagsins, aðeins örfá borð eftir!Nú er tækifæri...
15/11/2019

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á lista- og handverksmessu Gilfélagsins, aðeins örfá borð eftir!

Nú er tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk að koma list sinni og handverki á framfæri í húsnæði okkar, Deiglunni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. Desember kl. 12 – 17.
Skráningarfrestur er fyrir 22. nóv. Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir Gilfélaga sem greitt hafa árgjald en 3.500 fyrir aðra. Hægt er að skrá sig í Gilfélagið hvenær sem er. Hámarksfjöldi borða er 18, fyrstir koma fyrstir fá.
Hægt er að skrá sig með tölvupósti á netfangið, [email protected].

Einnig má fá frekari upplýsingar um messuna hjá Ingibjörgu Stefánsdóttir í síma 895 3345.

Um helgina fór fram annar hluti grafíknámskeiðis af þremur þar sem Arna Valsdóttir leiðbeindi nemendum við hæðarprent. T...
12/11/2019

Um helgina fór fram annar hluti grafíknámskeiðis af þremur þar sem Arna Valsdóttir leiðbeindi nemendum við hæðarprent. Takk fyrir samveruna allar, við hlökkum til næstu helgar!

Matt Armstrong er myndlistamaður búsettur í Atlanta, Georgia í Bandaríkjunum og hlaut BFA hjá Valdosta State University ...
04/11/2019

Matt Armstrong er myndlistamaður búsettur í Atlanta, Georgia í Bandaríkjunum og hlaut BFA hjá Valdosta State University 2003. Hans listræna ferli hefst yfirleitt með hugmynd sem hann reynir að miðla á myndrænan hátt. "Almennt reyni ég að miðla listinni minni eins og samtali. Ég hneigist að hugmyndum um sannleika eða lífsreynslur sem margir geta tengt við og nota síðan myndefni til að virkja áhuga eða ímyndunarafl áhorfandans. Myndræna samtalið á ekki að vera óhlutbundið þótt að myndefnið geti verið bæði abstrakt eða hlutbundið." Armstrong sérhæfir sig í akrýl- og olíumálun sem og kolateikningu. Ein af seríunum sem hann er að vinna að núna kallast "Dark Sky" / "Myrkur himinn" sem samanstendur af sönnum næturmyndum af Vetrarbrautinni og norðurljósunum.
Hér er útráttur úr yfirlýsingu listamannsins um Myrkan Himinn:
"Ein af helstu (óviljandi) afleiðingum þéttbýlismyndunar og ljósmengunar er að við stöndum ekki lengur frammi fyrir einhverju jafn yfirþyrmandi stóru og ótrúlegu eins og alheiminum flest kvöld. Mörg okkar hafa því misst þessa náttúrulegu vörðu sem hjálpar okkur mönnunum að hugsa um stærð okkar í samhengi við alheiminn. Í fyrsta skiptið sem ég sá Vetrarbrautina í allri sinni dýrð fannst mér ég standa frammi fyrir næturhimninum. Samt hefur sú tilfinning, að finnast ég smærri eða "í réttri stærð" ekki fengið mig til að finnast ég vera ekki eins mikilvægur. Reyndar varð það til þess að ég fór að hugsa dýpra, spyrja spurninga og hugleiddi frekari tilgang utan minna þæginda og daglegrar hugsunar."
"Leit mín innan þessar seríu er tilraun til að endurheimta hið mikilvæga hlutverk sem nóttin leikur í lífi fólks."

Í nóvember mun Matt halda áfram vinnu sinni að seríunni Myrkur Himinn með því að ljósmynda og mála norðurljósin. Hann mun halda fyrirlestur um verk sín í Listasafninu á Akureyri 5. nóvember kl. 17:00 og sýna afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni 23.-24. nóvember.

Matt Armstrong is the artist in residence for the month of November!

Matt Armstrong is a visual artist in Atlanta, Georgia, USA, and earned his Bachelor of Fine Arts degree from Valdosta State University in 2003. Armstrong’s creative process usually starts concept/idea first, and then a brainstorm for visual communication follows. “I generally strive to communicate through my art in a conversational way. I tend to gravitate towards concepts of truth and life experience that are widely relatable, and then use visuals to engage to viewer’s mind and imagination. The visual conversation is not meant to be abstract, though the visuals can be either abstract or representative.” Armstrong specializes in acrylic and oil painting as well as charcoal. One of his current series of work is called “Dark Sky” which centers around true night visuals of the Milky Way and Aurora Borealis. Here’s an excerpt from the “Dark Sky” artist statement:

One of the major (unintended) consequences of modern urbanization and light pollution is that we aren't confronted with something as overwhelmingly large and amazing as the cosmos on a consistent, nightly basis, and many of us have lost a natural guidepost that helps us keep our true size, as humans, in context. When I first saw the Milky Way in all it's glory, one of the words I found that helped describe my experience was I felt "confronted" by the night sky. Yet, I've found that feeling smaller, or more “right-sized”, hasn't made me feel less important or significant. In fact, it caused me to think deeply, ask meta-questions, and ponder greater purposes outside of my normal comforts and day-to-day thinking.” “ …My pursuit of this series is an attempt to recapture the important role night plays in people's lives…”

Armstrong plans on photographing and painting the Aurora Borealis as a continuation of his “Dark Sky” series during his stay in Iceland.
He will will talk about is work in Akureyri Art Museum on Nov. 5th at 17:00. An exhibition of his work will take place in Deiglan on Nov. 23 - 24th.

29/10/2019
Hún.

Hún. í Deiglunni.

Dance piece inspired by women who are proud of everything they are, all the different sides, shapes and personality traits they possess and most importantly ...

Nú er tækifæri til að sjá dásamlega sýningu Monade Li. Hún hefur dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins í október og unni...
27/10/2019

Nú er tækifæri til að sjá dásamlega sýningu Monade Li. Hún hefur dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins í október og unnið að myndbandsverki sínu The Selkie (Selkonan) sem var einmitt frumsýnd í gær á þessari sýningu. Verið öll hjartanlega velkomin.

OPENING TOMORROW at 2pm at Gilfélagið / Deiglan!
CANDICE ALMALIZA THE SELKIE - screenings, slideshow and photographies by Monade Li and her collaborators!

Candice Almaliza Selkie - Myndlistasýning
23/10/2019

Candice Almaliza Selkie - Myndlistasýning

Monade Li mun sýna tvær stuttmyndir og fjalla um verk sín á þriðjudaginn kl. 17 í Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art ...
19/10/2019

Monade Li mun sýna tvær stuttmyndir og fjalla um verk sín á þriðjudaginn kl. 17 í Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum. Frábær upphitun fyrir helgina en Monade Li mun sýna myndbandsinnsetningu í Deiglunni, Candice Almaliza Selkie - Myndlistasýning. Verið hjartanlega velkomin.

SAVE THE DATE! 🇮🇸 Screening of my 2 shortfilms: HOLLIE and PERCIVAL'S PERCEIVED PEBBLE on October 22nd at 5pm, at the Akureyri Art Museum > Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum

HOLLIE: Directed by ML .Original soundtrack: Dirk Ivens > Dive / Sonar / Absolute Body Control. Trailer: https://vimeo.com/215257932
PPP: Directors: Monade Li , Paul Hill. Original soundtrack: Paul Hill. Trailer: https://vimeo.com/289659420

A - Gjörningahátíð / Performance Festival
12/10/2019

A - Gjörningahátíð / Performance Festival

#agjörningahátíð #aperformancefestival #photostudioSchmidt&Li #huntingforidolatry #listak #leikfelagakureyrar #gilfelagid #menningarfelagakureyrar #listasafniðáakureyri #akureyriartmuseum #Listagil #akureyri #iceland #gjörningur #performance @listak.is @ Gilfélagið / Deiglan

Nú er tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk að koma list sinni og handverki á framfæri í húsnæði okkar, Deiglunni í ...
12/10/2019

Nú er tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk að koma list sinni og handverki á framfæri í húsnæði okkar, Deiglunni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. Desember kl. 12 – 17.
Skráningarfrestur er fyrir 22. nóv. Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir Gilfélaga sem greitt hafa árgjald en 3.500 fyrir aðra. Hægt er að skrá sig í Gilfélagið hvenær sem er. Hámarksfjöldi borða er 18, fyrstir koma fyrstir fá.
Hægt er að skrá sig með tölvupósti á netfangið, [email protected].

Einnig má fá frekari upplýsingar um messuna hjá Ingibjörgu Stefánsdóttir í síma 895 3345.

Um helgina var haldið helgarnámskeið í vatnslitamálun, leiðbeinandi var enski listamaðurinn Keith Hornblower. Nemendur o...
09/10/2019

Um helgina var haldið helgarnámskeið í vatnslitamálun, leiðbeinandi var enski listamaðurinn Keith Hornblower. Nemendur og kennari unnu að kappi og mikil stemming. Á tveimur myndanna er Keith með sýnikennslu að mála Goðafoss.

https://www.hornblowerart.com/

Gil Artist Residency Iceland
08/10/2019

Gil Artist Residency Iceland

Monade Li is the Gil Artist in Residence for the month of October.

Architect, filmmaker, Monade Li lives and works in Paris, France. Her first shortfilm, an underwater shooting by day, “Diatomée” turned into a ‘corps-métrage’ concept («body-measurement»). Then came out “Claire Obscure”, an underwater shooting by night and “Malojá”, shot by the sea shore .In homage to Bergman film «Persona», her fourth film “Candice”, shot in Iceland, was presented at Festival «Air d’Islande» in February 2015 in Paris. Then her first film collaboration with Hipstoresk, a French photographer; “Almaliza” was in the international short films competition at FNC of Montreal in 2015 and exhibited in Berlin in 2016. During her stay in 2016 at ArtsIceland residency in Ísafjörður, she worked on an experimental shortfilm titled «Hollie», in homage to the Icelandic painter Georg Guðni and based on «Poème de la rue» by the Icelandic author Sigurður Pálsson. In 2018 she presented a new short film called «Percival’s Perceived Pebble»; it is her first directors’ collaboration with the English filmmaker and painter Paul Hill. Monade Li is currently presenting her new shortfilm called «The Selkie», based on a seal woman legend and a prologue of «Percival’s Perceived Pebble». She’s editing it at Gilfélagið and it will be the premiere in Deiglan, Akureyri, Iceland October 26 – 27th.

Á fundi í Rósenborg föstudaginn 4. október var stjórn Gilfélagsins kynnt hugmynd Akureyrarstofu um mögulega sölu eða lei...
08/10/2019

Á fundi í Rósenborg föstudaginn 4. október var stjórn Gilfélagsins kynnt hugmynd Akureyrarstofu um mögulega sölu eða leigu á Deiglunni sem hefur verið aðsetur Gilfélagsins frá 1991/2. Þar kom einnig fram hugmynd um hvort Gilfélagið gæti verið í kjallara Ketilhússins.

Stjórn félagsins hefur af þessu nokkrar áhyggjur þar sem þetta myndi þýða að höfuðsetur grasrótarhreyfingar svæðisins í listum í um 28 ár muni að öllum líkindum hverfa. Við lítum svo á að ímynd Akureyrar sem lista- og menningarbæjar muni verða fyrir miklum hnekkjum ef þessar hugmyndir ganga eftir. Vörumerkið Listagil hefur verið og eru að okkar mati mikil verðmæti fyrir bæjarfélagið sem hlýtur að hafa efnahagslegt gildi fyrir ýmis þjónustufyrirtæki bæjarins og hvetja fólk til þess að setjast hér að. Ef Gilfélagið með sína miklu sjálfboðavinnu, opna og víðfeðma verksvið í menningar- og listageiranum, ásamt mörgum virkum fjölda félagsmanna hverfur úr Gilinu eða að félagið verði lagt niður, mun vera erfitt að sjá og tala um götumynd sem ber þetta vörumerki Listagil.

Þessi merkilega samvinna bæjarfélagsins og listamanna sem skópu þetta vörumerki Listagil á árunum 1990-95 hefur vakið mikla athygli og ekki einungis hér á Eyjafjarðarsvæðinu og landinu öllu heldur einnig vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Þetta verðum við vör við, ekki síst hjá þeim fjölda listamanna hvaðanæva úr heiminum sem sækja okkur heim og dvelja í gestavinnustofu Gilfélagsins og halda í hverjum mánuði sýningar í Deiglunni.Við fáum á hverju ári 40-50 umsóknir, sem sýnir að eftirspurnin er mikil.

Listamenn, á öllum aldri og á fjölbreyttu sviði lista nýta sér einstaka aðstöðu Deiglunnar í hjarta Listagilsins. Þar á meðal er ungt fólk að stíga sín fyrstu tilraunakenndu spor, eldri menntaðir listamenn með mikla reynslu og feril og áhugafólk á ýmsum sviðum lista. Umræðan um sölu/leigu Deiglunnar er þegar farin að hafa neikvæð áhrif á starfsemi okkar, fyrir utan vanrækslu í viðhaldsmálum um langan tíma.

Von okkar er að finna megi einhvern flöt til lausnar á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir.

Gestalistamaður Gilfélagsins í októbermánuði er Monade Li.Monade Li er arkítekt og kvikmyndagerðarkona sem býr og starfa...
08/10/2019

Gestalistamaður Gilfélagsins í októbermánuði er Monade Li.

Monade Li er arkítekt og kvikmyndagerðarkona sem býr og starfar í París í Frakklandi. Fyrsta stuttmyndin hennar, „Diatomée“ sem var tekin neðansjávar í dagsljósi breyttist í „corps-métrage“ (Líkamsmæling). Svo kom út „Claire Obscure“, tekið neðansjávar á nóttunni og „Malojá“, skotin við sjávarströndina. Í hyllingu Bergman-myndarinnar „Persona“, var fjórða kvikmynd hennar „Candice“, tekin á Íslandi, kynnt á Festival «Air d’Islande» í febrúar 2015 í París. „Almaliza“, fyrsta kvikmyndasamstarf hennar við Hipstoresk, sem er franskur ljósmyndari; var í alþjóðlegu stuttmyndakeppninni á FNC í Montreal árið 2015 og var sýnd í Berlín árið 2016. Meðan hún dvaldi árið 2016 í gestavinnustofu ArtsIceland á Ísafirði vann hún að tilraunakenndri stuttmynd sem ber heitið „Hollie“, og var óður til málarans Georgs Guðna og byggir á „Götuljóð” eftir íslenska rithöfundinn Sigurð Pálsson. Árið 2018 kynnti hún nýja stuttmynd sem heitir „Percival’s Perceived Pebble”; þar leikstýrir hún í fyrsta sinn í samvinnu við enska kvikmyndagerðarmanninn Paul Hill. Monade Li er um þessar mundir að kynna nýja stuttmynd sína sem kallast „The Selkie“, byggð á sælarkonu goðsögn og formála „Percival’s Perceived Pebble“. Hún er að vinna að henni í Gestavinnustofu Gilfélagsins og myndin verður frumsýnd í Deiglunni á Akureyri 26-27 október.

Monade Li is the Gil Artist in Residence for the month of October.

Architect, filmmaker, Monade Li lives and works in Paris, France. Her first shortfilm, an underwater shooting by day, “Diatomée” turned into a ‘corps-métrage’ concept («body-measurement»). Then came out “Claire Obscure”, an underwater shooting by night and “Malojá”, shot by the sea shore .In homage to Bergman film «Persona», her fourth film “Candice”, shot in Iceland, was presented at Festival «Air d’Islande» in February 2015 in Paris. Then her first film collaboration with Hipstoresk, a French photographer; “Almaliza” was in the international short films competition at FNC of Montreal in 2015 and exhibited in Berlin in 2016. During her stay in 2016 at ArtsIceland residency in Ísafjörður, she worked on an experimental shortfilm titled «Hollie», in homage to the Icelandic painter Georg Guðni and based on «Poème de la rue» by the Icelandic author Sigurður Pálsson. In 2018 she presented a new short film called «Percival’s Perceived Pebble»; it is her first directors’ collaboration with the English filmmaker and painter Paul Hill. Monade Li is currently presenting her new shortfilm called «The Selkie», based on a seal woman legend and a prologue of «Percival’s Perceived Pebble». She’s editing it at Gilfélagið and it will be the premiere in Deiglan, Akureyri, Iceland October 26 – 27th.

Búið er að velja þá listamenn sem munu dvelja í Gestavinnustofu Gilfélagsins á næsta ári. Við hlökkum mikið til að fá þe...
08/10/2019
Gestalistamenn 2020 – GILFÉLAGIÐ

Búið er að velja þá listamenn sem munu dvelja í Gestavinnustofu Gilfélagsins á næsta ári. Við hlökkum mikið til að fá þessa frábæru listamenn í heimsókn!

Gestalistamenn 2020 by Heiðdís Hólm · október 8, 2019 Úthlutunarnefnd Gestavinnustofu Gilfélagsins hefur valið gestalistamenn fyrir árið 2020. Úthlutunarnefndin er skipuð af Sóleyju Björk Stefánsdóttur fyrir hönd stjórnar Gilfélagsins, Ólafi Sveinssyni myndlistarmanni og kennara ...

A - Gjörningahátíð / Performance Festival hefst á fimmtudaginn, sjáumst!
07/10/2019

A - Gjörningahátíð / Performance Festival hefst á fimmtudaginn, sjáumst!

Dagskrá A! / A! Program!

Á stjórnarfundi 25. september var ákveðið að fella niður gjöld á leigu á Deiglunni fyrir félagsmenn, fram að næsta aðalf...
02/10/2019

Á stjórnarfundi 25. september var ákveðið að fella niður gjöld á leigu á Deiglunni fyrir félagsmenn, fram að næsta aðalfundi í lok maí 2020.

Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengls almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn. Deiglan (og Listagilið) er okkar allra og þetta er tilraun til þess að efla grasrótina á svæðinu sem hefur að undanförnu verið þrengt að. Deiglan er staður til að sýna afrakstur listrænnar vinnu en einnig til tilrauna, nýrra tenginga og samveru bæjarbúa og aðkomandi.

Skilyrði:

* Félagsmaður þarf að hafa greitt félagsgjöld á árinu. Allir eru velkomnir að gerast félagar, hvenær sem er, árgjald er 2.500 kr. fyrir starfsárið 2019/20.

* Miðað er við menningarviðburði án aðgangseyri, annars er tekið gjald af 10% af tekjum ef einhverjar eru, upp að 30.000 kr. t.d. tónleikum, gjörningum, námskeiðumog sölusýningum. Einnig getum við boðið upp á aðstöðu til æfinga og fundi/samkomur sem efla menningu.

* Salnum skal vera skilað í sama ásigkomulagi og hann var við móttöku. Það á við húsgögn, ástand veggja og ef ljós eru færð.

* Í kynningu á viðburðum skal koma fram logo Gilfélagsins og/eða tekið fram að Gilfélagið sé samstarfsaðili.

* Einkahóf og viðburðir fyrirtækja skulu áfram greiða gjald skv. gjaldskrá á listagil.is.

* Bókanir skulu fara fram hjá [email protected] - Lausar dagsetningar má sjá á heimasíðu Gilfélagsins: http://listagil.is/?page_id=962

* Ef þú hefur áhuga á að styrkja Gilfélagið til góðra verka eru frjáls framlög alltaf velkomin. Reikningsnr. 566-26-4223 kt. 420392-2499 athugasemd Styrkur.

Um tilraun er að ræða sem verður endurmetin í kjölfar aðalfundar í lok maí 2020. Við hlökkum til að vinna með ykkur.

-Stjórnin

Address

Kaupvangsstræti 23
Akureyri
600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gilfélagið / Deiglan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Gilfélagið / Deiglan:

Videos

Nearby arts & entertainment


Other Art Galleries in Akureyri

Show All